Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira
Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira