Í Týndu kynslóðinni í kvöld verður spjallað við þekkta Íslendinga með tattú. Þá verður rætt við Stefán Lárus sem lenti í því að fá tattú með stafsetningarvillu, en hann lét flúra á sig setningu sem átti að innihalda orðið "diamond" en útkoman varð "dimond".
Líkamsræktarátak Nilla heldur líka áfram og þarf hann meðal annars að borða hinn rótsterka habanero-pipar í refsingarskyni fyrir að hafa svindlað á mataræðinu sem hann er á.
Týnda kynslóðin er í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi klukkan 19.45.
Stafsetningarvilla í tattúinu
Tinni Sveinsson skrifar
Mest lesið



Fullkomið tan og tryllt partý
Lífið samstarf



Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf



