NBA: New York í stuði undir stjórn nýja þjálfarans | Spurs vann OKC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2012 11:00 Leikmenn New York fagna í nótt. Mynd/AP New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland. Tyson Chandler var með 16 stig og Jeremy Lin skoraði 13 stig þegar New York Knicks vann 115-100 sigur á Indiana Pacers en New York var annan leikinn í röð með yfirburðaforystu allan leikinn. JR Smith skoraði 16 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 12 stig. Darren Collison skoraði mest fyrir Indiana eða 15 stig. Tony Parker skoraði 25 stig og Tim Duncan var með 16 stig og 19 fráköst þegar San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder 114-105 en Spurs minnkaði þar með forskot Thunder á toppi Vesturdeildarinnar. San Antonio náði mest 27 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Russell Westbrook skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City og Kevin Durant var með 25 stig en OKC er enn með þriggja leikja forskot á Spurs. Miami Heat var næstum því búið að missa niður 29 stiga forystu í seinni hálfleik þegar liðið vann 84-78 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu. LeBron James var 29 stig (7 fráköst, 8 stoðsendingar) og Dwyane Wade skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Evan Turner var stigahæstur hjá Sixers með 13 stig. Þetta var fyrsti útisigur Miami í fimm leikjum.Mynd/APKobe Bryant skoraði 28 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Andrew Bynum var með 15 stig og 14 fráköst og Pau Gasol skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Lakers án Derek Fisher í byrjunarliðinu síðan snemma á árinu 2007. Kevin Love var með 27 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. LaMarcus Aldridge var með 21 stig og Wesley Matthews skoraði 18 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-89 útisigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið vann Miami kvöldið áður en lék án Derrick Rose eins og þá. Þetta var fyrsti leikur Portland eftir vorhreinsunina þar sem meðal annars þjálfarinn Nate McMillan var rekinn. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Chicago með 22 stig og 14 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APPhiladelphia 76ers - Miami Heat 78-84 Orlando Magic - New Jersey Nets 86-70 New York Knicks - Indiana Pacers 115-100 Atlanta Hawks - Washington Wizards 102-88 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 89-100 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 110-114 (framlenging) Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 105-114 Phoenix Suns - Detroit Pistons 109-101 Sacramento Kings - Boston Celtics 120-95 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 97-92 Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 98-120 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland. Tyson Chandler var með 16 stig og Jeremy Lin skoraði 13 stig þegar New York Knicks vann 115-100 sigur á Indiana Pacers en New York var annan leikinn í röð með yfirburðaforystu allan leikinn. JR Smith skoraði 16 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 12 stig. Darren Collison skoraði mest fyrir Indiana eða 15 stig. Tony Parker skoraði 25 stig og Tim Duncan var með 16 stig og 19 fráköst þegar San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder 114-105 en Spurs minnkaði þar með forskot Thunder á toppi Vesturdeildarinnar. San Antonio náði mest 27 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Russell Westbrook skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City og Kevin Durant var með 25 stig en OKC er enn með þriggja leikja forskot á Spurs. Miami Heat var næstum því búið að missa niður 29 stiga forystu í seinni hálfleik þegar liðið vann 84-78 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu. LeBron James var 29 stig (7 fráköst, 8 stoðsendingar) og Dwyane Wade skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Evan Turner var stigahæstur hjá Sixers með 13 stig. Þetta var fyrsti útisigur Miami í fimm leikjum.Mynd/APKobe Bryant skoraði 28 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Andrew Bynum var með 15 stig og 14 fráköst og Pau Gasol skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Lakers án Derek Fisher í byrjunarliðinu síðan snemma á árinu 2007. Kevin Love var með 27 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. LaMarcus Aldridge var með 21 stig og Wesley Matthews skoraði 18 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-89 útisigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið vann Miami kvöldið áður en lék án Derrick Rose eins og þá. Þetta var fyrsti leikur Portland eftir vorhreinsunina þar sem meðal annars þjálfarinn Nate McMillan var rekinn. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Chicago með 22 stig og 14 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APPhiladelphia 76ers - Miami Heat 78-84 Orlando Magic - New Jersey Nets 86-70 New York Knicks - Indiana Pacers 115-100 Atlanta Hawks - Washington Wizards 102-88 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 89-100 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 110-114 (framlenging) Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 105-114 Phoenix Suns - Detroit Pistons 109-101 Sacramento Kings - Boston Celtics 120-95 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 97-92 Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 98-120 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira