Afturelding varð bikarmeistari kvenna í blaki eftir öruggan 3-0 sigur á Þrótti í úrslitaleik Asicsbikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þetta er fyrsti titilinn sem Afturelding vinnur í blakinu.
Afturelding vann hrinurnar 25-18, 25-17 og 25-19 en í þeim öllum var jafnt fram í lokin þegar Mosfellskonur gerðu alltaf út um hrinurnar með góðum endaspretti.
Reynsla Aftureldingarliðsins skilaði sér þarna á móti ungu og efnilegu liði Þróttar en nokkrir leikmenn Aftureldingar urðu bikarmeistarar með Þrótti Nes í fyrra.
Afturelding bikarmeistari í blaki í fyrsta sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti



„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn

„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


