Viðskipti erlent

Grísk stjórnvöld hóta skuldabréfaeigendum

Grísk stjórnvöld hafa hótað því að gjaldfella skuldabréf þeirra skuldabréfaeigenda sem ekki taka þátt í afskriftum á skuldum Grikklands.

Skuldabréfaeigendurnir hafa reynst mjög tregir að taka þátt í afskriftunum en með þeim á að lækka opinberar skuldir Grikklands um rúmlega 100 milljarða evra. Þurfa eigendurnir því að afskrifa um 50% til 70% af nafnverði bréfa sinna.

Nýtt neyðarlán Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður ekki til ráðstöfunar fyrir Grikki fyrr en búið er að semja um afskriftirnar við skuldabréfaeigendurnar sem í flestum tilvikum eru stórir bankar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×