Það hefur verið tilkynnt að Patrick Ewing, fyrrum miðherji NY Knicks, sé einn af þeim tíu sem verða teknir inn í heiðurshöll körfuboltans á þessu ári.
Á meðal annarra sem komast inn í höllina í ár eru Earl Monroe, Willis Reed og Clyde Lovellette.
Ewing átti glæsilegan feril sem hófst með Georgetown í háskólaboltanum. Hann vann tvisvar ÓL-gull með landsliðinu og skoraði síðan yfir 24 þúsund stig og tók yfir 11 þúsund fráköst á glæstum ferli í NBA-deildinni.
Körfubolti