Forsetaframboð kostar um 30 milljónir Erla Hlynsdóttir skrifar 9. mars 2012 18:38 Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti." Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira