NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 09:00 Tim Duncan og Tony Parker voru hvíldir í nótt. Mynd/AP Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira