Viðskipti erlent

Fjármögnun björgunarsjóðs Evrópu ekki enn tryggð

George Osborne.
George Osborne.
Fjármálaráðherrar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, segja að nauðsynlegt sé að setja meiri pening inn í björgunarsjóð fyrir evruríkin, ef ríkustu þjóðir heimsins eigi að taka þátt í björgunaraðgerðunum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir að ekki sé útséð með það hvernig umfangsmiklar björgunaraðgerðir, sem ráðast á í á næstu mánuðum, verði fjármagnaðar að fullu. „Við þurfum að sjá nákvæmlega hvernig staða mála er, og fá botn í hvernig björgunarsjóðurinn verður fjármagnaður," sagði Osborne. Vondir standa til þess að hægt verði að virkja björgunarsjóðinn sem fyrst, til þess að hjálpa skuldugum ríkjum að snúa erfiðri stöðu upp í hagvöxt. Safna á um 1.000 milljörðum evra í sjóðinn með skuldabréfaútboðum, áður en hann verður virkjaður formlega.

Einkum er þar horft til Suður-Evrópu en þar er staða mála grafalvarleg, þar helst í Grikklandi, á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Meðaltalsatvinnuleysi á því svæði er um 18 prósent, þar af tæplega 24 prósent á Spáni og 21 prósent í Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×