Viðskipti erlent

Buffett segist vera búinn að finna eftirmann sinn

Warren Buffett, annar ríkasti maður Bandaríkjanna á eftir Bill Gates stjórnarformanni Microsoft, segist vera búinn að finn eftirmann sinn í starfi hjá fjárfestingafélaginu þar sem hann er stærsti eigandi, Berkshire Hathaway. Frá þessu greindi Wall Street Journal í dag, en Buffett hefur enn ekki staðfest hver það er sem á að taka við af honum sem starfandi stjórnarformaður.

Berkshire hagnaðist um 10,3 milljarða dollara í fyrra. Álitsgjafar í Bandaríkjunum, sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC, segja að Ajit Jain, yfirmaður eignastýringar Berkshire, sé líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum.

Buffett er kominn á níræðisaldur, er 81 árs, en er enn í fullu fjöri og stýrir fjárfestingastefnu Berkshire.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×