Viðskipti erlent

S&P: Grikkland tæknilega gjaldþrota

Lucas Papademos.
Lucas Papademos.
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað lánshæfi Grikklands enn meira og segir fyrirtækið að ríkissjóður Grikklands sé nú „tæknilega gjaldþrota". Er þar meðal annars vitnað til þess kröfuhafar landsins hafi þegar samið um að gefa eftir stóran hluta skulda landsins þar sem útilokað er talið að ríkissjóður landsins geti komist á rétt kjöl, nema afskriftir komi til.

Í mati S&P er sérstaklega tekið fram að þrátt fyrir „tæknilegt gjaldþrot" landsins muni engu breyta fyrir fjármálakerfi landins eða ríkissjóð. Þegar hafi verið gripið til aðgerða sem eigi að tryggja fjármálastöðugleika og nægilega góð skilyrði, m.a. með 130 milljarða evra neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, til þess að hefja efnahagslega uppbyggingu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×