Þjóðin klofin í afstöðu sinni til Landsdómsmálsins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2012 19:00 Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar og mun nefndin funda næst um málið fjórtánda febrúar næstkomandi. Fari svo að tillagan verði felld við atkvæðagreiðslu í þinginu mun aðalmeðferð í málinu hefjast í Þjóðmenningarhúsinu þann fimmta mars. Alþingi hefur verið klofið í afstöðu til ákærunnar og svo virðist sem þjóðin sé það líka. Þannig voru jafnmargir í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins sem voru mjög eða frekar fylgjandi því að ákæran yrði dregin til baka og að þeir væru mjög eða frekar andvígir því. Tólf prósent svarenda voru hlutlausir. Aðeins fleiri karlar en konur vilja fella málið niður. Þegar skoðað er hvernig svarendur skiptast eftir stjórnmálaflokkum vilja sextíu prósent framsóknarmanna að tillagan verði dregin til baka, einungis tuttugu og fjögur prósent stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, flokks Guðmundar Steingrímssonar og þriðjungur Samstöðu, flokks Lilju Mósesdóttur. Hátt í áttatíu prósent Sjálfstæðismanna vilja falla frá ákærunni en undir tuttugu prósent stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna Samfylkingar og Vinstri Grænna flestir andvígir afturköllun. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu og fjögur prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Landsdómur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar og mun nefndin funda næst um málið fjórtánda febrúar næstkomandi. Fari svo að tillagan verði felld við atkvæðagreiðslu í þinginu mun aðalmeðferð í málinu hefjast í Þjóðmenningarhúsinu þann fimmta mars. Alþingi hefur verið klofið í afstöðu til ákærunnar og svo virðist sem þjóðin sé það líka. Þannig voru jafnmargir í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins sem voru mjög eða frekar fylgjandi því að ákæran yrði dregin til baka og að þeir væru mjög eða frekar andvígir því. Tólf prósent svarenda voru hlutlausir. Aðeins fleiri karlar en konur vilja fella málið niður. Þegar skoðað er hvernig svarendur skiptast eftir stjórnmálaflokkum vilja sextíu prósent framsóknarmanna að tillagan verði dregin til baka, einungis tuttugu og fjögur prósent stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, flokks Guðmundar Steingrímssonar og þriðjungur Samstöðu, flokks Lilju Mósesdóttur. Hátt í áttatíu prósent Sjálfstæðismanna vilja falla frá ákærunni en undir tuttugu prósent stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna Samfylkingar og Vinstri Grænna flestir andvígir afturköllun. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu og fjögur prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Landsdómur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira