Viðskipti erlent

Romney safnaði 1,5 milljónum dala á einu kvöldi

Mitt Romney, er í miklum ham.
Mitt Romney, er í miklum ham.
Mitt Romney, sem nú reynir að hvað hann getur til þess að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember nk., safnaði um 1,5 milljón dollara, um 183 milljónum króna, á söfnunarkvöldverði í Washington DC fyrr í vikunni. Þar voru samankomnir 650 auðugir Repúblikanar sem voru ánægðir með það sem Romney hafði að segja.

„Ég er eini frambjóðandinn sem hefur aldrei unnið neitt í Washington,“ sagði Romney og uppskar lófaklapp. Á vefsíðu Wall Street Journal segir að Romney reyni nú hvað hann geti til þess að efla stuðning við framboð sitt hjá atvinnurekendum í Bandaríkjunum, og kvöldverðurinn hafi verið liður í því.

Eftir að mótframbjóðandi hans, Rick Santorum, vann sigur í þremur mikilvægum fylkjum, Missouri, Minnesota og Colorado, hefur verið á brattann að sækja hjá Romney.

Samkvæmt reglulegum könnunum CNN nýtur hann þó víðtækasta stuðningins meðal þeirra sem eru að berjast fyrir útnefningu Repúblikanaflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×