Körfubolti

Tindastóll vann ÍR í Seljaskóla | Skoruðu 10 síðustu stigin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Tindastóll hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Keflavík um næstu helgi með því að vinna fjögurra stiga sigur á ÍR, 96-92, í spennandi leik í Seljaskóla í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Tindastóll og ÍR voru bæði búin að tapa þremur leikjum í röð en Stólarnir voru sterkari á lokamínútunum í kvöld en þeir tryggðu sér sigur með því að skora tíu síðustu stig leiksins.

Tindastóll komst í 15-5 eftir þrjár og hálfa mínútu en ÍR vann þrjár síðustu mínútur fyrsta leikhlutans 9-4 og var 28-27 yfir eftir hann. ÍR var með frumkvæðið lengst af í öðrum leikhlutanum en Tindastóll skoraði fimm síðustu stig hálfleiksins og var 46-42 yfir í hálfleik.

Tindastóll hélt frumkvæðinu í þriðja leikhlutanum og var með sjö stiga forskot, 72-65, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar virtust ætla að tryggja sér sigurinn í fjórða leikhlutanum þar sem að þeir voru komnir með 6 stiga forskot, 92-86, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir.

Stólarnir skoruðu hinsvegar tíu síðustu stigin og tryggðu sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.



ÍR-Tindastóll 92-96 (28-27, 14-19, 23-26, 27-24)

ÍR: Nemanja Sovic 24/8 fráköst, Robert Jarvis 19/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 19/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 16/5 fráköst, Ellert Arnarson 5/6 stoðsendingar, Þorvaldur Hauksson 5, Kristinn Jónasson 2, Níels Dungal 2.

Tindastóll: Maurice Miller 22/8 fráköst/7 stoðsendingar, Curtis Allen 18/6 fráköst, Igor Tratnik 17/15 fráköst/3 varin skot, Svavar Atli Birgisson 11, Helgi Rafn Viggósson 11/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Friðrik Hreinsson 4, Helgi Freyr Margeirsson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×