Viðskipti erlent

Kínverjar lofa að koma Evrópu til hjálpar

Mynd/AFP
Kínverjar hafa lofað að aðstoða Evrópusambandið við að komast út úr þeirri skuldakreppu sem þar ríkir. Þetta kom fram á fundi leiðtoga Evrópusambandsins og Kína sem fram fór í Peking í dag. Forsætisráðherrann Wen Jiabao bauð fram aðstoð við að koma lagi á málin í Evrópu en hann minntist þó ekki á beina fjárfestingu í björgunarsjóði sambandsins eins og talið var að kæmi til greina fyrir fundinn.

Evrópumenn hafa vonast til að Kívnerjar leggi í sjóðinn en fyrirhugað er að hann verði 500 milljarðar evra, eða 81 þúsund milljarða króna, þegar hann verður fullfjármagnaður.

Óveðursskýin halda áfram að hrannast upp í Evrópu og í morgun ákvað Mood'ys að lækka lánshæfiseinkunn Spánar, Ítalíu og Portúgals.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×