Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina. Bandaríska léttolían er komin í tæpa 102 dollara á tunnuna og hefur hækkað um eitt prósent síðan í gærdag.

Um síðustu mánaðarmót var léttolían í tæpum 97 dollurum á tunnuna og hefur því hækkað um nær 5% í mánuðinum.

Svipaða sögu er að segja af Brent olíunni en tunnan af henni fór yfir 118 dollara í morgun. Um síðustu mánaðarmót stóð Brent olían í 111 dollurum á tunnuna og hefur því hækkað um tæp 7% frá þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×