Viðskipti erlent

Breska efnahagsbrotadeildin til rannsóknar vegna Kaupþingsmála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominic Grieve dómsmálaráðherra hefur fyrirskipað rannsóknina.
Dominic Grieve dómsmálaráðherra hefur fyrirskipað rannsóknina. mynd/ afp.
Dominic Grieve, dómsmálaráðherra í Bretlandi, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á starfsháttum bresku efnahagsbrotalögreglunnar, Serious Fraud Office, á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Málið er rakið til mistaka sem gerð voru á rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing.

Í frétt Financial Times kemur fram að það verði stofnun sem heiti Crown Prosecution Service Inspectorate sem muni sjá um rannsóknina og muni hún hefjast strax í næsta mánuði. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem stofnunin rannsakar Serious Fraud Office, en sú síðarnefnda er um þessar mundir að rannsaka mörg erfið mál.

Financial Times segir jafnframt að Serious Fraud Office hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli í desember þegar stofnunin neyddist til að viðurkenna að hafa gert alvarleg mistök við húsleit hjá Vincent Tchenguiz. Stofnunin var að rannsaka viðskipti Vincents og Roberts bróður hans við Kaupþing í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi. Báðir bræðurnir kærðu húsleitarheimildir sem SFO og Lundúnarlögreglan fengu vegna rannsóknar málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×