Viðskipti erlent

Grísk kona hótaði sjálfsvígi vegna niðurskurðar

Kona í Grikklandi hótaði að fremja sjálfsvíg eftir að hún missti atvinnu sína í kjölfar efnahagsþrenginga í landinu.
Kona í Grikklandi hótaði að fremja sjálfsvíg eftir að hún missti atvinnu sína í kjölfar efnahagsþrenginga í landinu. mynd/AP
Kona í Grikklandi hótaði að fremja sjálfsvíg eftir að hún missti atvinnu sína í kjölfar efnahagsþrenginga í landinu.

Vinnustað Lambrousi Harikleia verður lokað samkvæmt niðurskurðaraðgerðum í Grikkland. Eftir að henni var tjáð um áformin sagðist hún ætla að stökkva fram af byggingunni.

Harikleia stökk þó ekki. Fréttamiðlar á Grikklandi greindu frá því í dag að hún hafi verið flutt af vettvangi eftir að staðið á brúninni í nokkrar mínútur.

Leiðtogar Evrópusambandsins krefjast þess að yfirvöld í Grikklandi geri grein fyrir niðurskurðaráætlunum sínum. Skorið verður niður um 325 milljónir evra í Grikklandi og kallar niðurskurðurinn á endurskipulagningu á mörgum vinnustöðum.

Þar á meðal lækka framlög til heilbrigðismála og sveitastjórna.

Niðurskurðurinn er nauðsynlegur liður í björgunaráætlun Grikklands og forsenda þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið veiti landinu 130 milljarða evra lán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×