Viðskipti erlent

Hagnaður Amazon dregst saman

Jeff Bezos, stjórnarformaður Amazon.
Jeff Bezos, stjórnarformaður Amazon.
Hagnaður Amazon, sem hefur tekjur sínar af sölu á varningi á netinu og sölu á Kindle-lestrartölvunni, dróst saman á síðasta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Hlutabréf í Amazon lækkuðu um 8 prósent þegar upplýsingar um samdráttinn lágu fyrir og voru kynntar fjárfestum í kauphöllinni í New York.

Hagnaður félagsins á síðasta ársfjórðungi í fyrra nam 177 milljónum dollara, eða sem nemur tæplega 22 milljörðum króna. Árið 2010 var hagnaður á sama tímabili 416 milljónir dollara, eða vel ríflega tvöfalt meiri en í fyrra

Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur Amazon hafi aukist um 35 prósent miðað árið á undan á fyrrnefndu tímabili, og numið 17,4 milljörðum dollara, eða sem nemur ríflega 2.000 milljörðum króna.

Ástæðan fyrir samdrætti í hagnaði er rakin til þess þróunarkostnaður er hár hjá fyrirtækinu þar sem það vinnur nú að endurbótum á Amazon Kindle vörum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×