Viðskipti erlent

Brandarinn um Íra og Íslendinga ekki lengur fyndinn

Þegar Írar lentu í fjármálakreppunni sinni fyrir um þremur árum síðan sló einn brandari í gegn: Hver er munurinn á Íslandi og Írlandi? Einn bókstafur og sex mánuðir.

Þessi brandari þótti beinlínis sprenghlægilegur en í dag virðist brandarinn hafa snúist við. Allavega greinir Reuters frá því að nú ætli Írar að feta í fótspor Íslands varðandi efnahagsbata sem sagt er að hafi verið merkjanlegur hér á landi í júní á síðasta ári.

Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa meðal annars hækkað íra um flokk auk þess sem búist er við því að landsframleiðsla Íra muni hækka lítillega frá því á síðasta ári. Það eina sem tefur efnahagsbata Íra er evran. Þá blasa margvísleg vandamál við Írum. Vandræðin eru því fjarri frá því að vera lokið.

Nú hafa önnur lönd lent í vandræðum, en Írum hefur þó tekist að halda sig aðgreindum frá þeim. Þannig eiga Grikkir enn í talsverðum efnahagsvandræðum auk Portúgala.

Núna er því brandarinn ekki lengur fyndinn á sömu forsendum og fyrir þremur árum síðan. Hann er skyndilega orðinn jákvætt teikn um efnahagslegan bata ríkjanna tveggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×