Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta í fyrstu grein í fyrstu fimmtarþraut sinni á þessu innanhússkeppnistímabili. Helga Margrét er að keppa EAA Permit móti í Tallinn í Eistlandi.
Helga Margrét hljóð 60 metra grindahlaup á 9.03 sekúndum sem er nokkuð frá hennar besta. Helga Margrét hljóp þessa grein á 8,92 sekúndum á dögunum og á best 8,69 sekúndur. Hún hljóp á 8,86 sekúndum þegar hún setti Íslandsmetið sitt í fimmtarþraut árið 2010.
Helga Margrét fékk 904 stig fyrir þetta hlaup og er í fjórða sætinu eftir fyrstu grein. Lettinn Laura Ikauniece fékk 1030 stig fyrir sitt hlaup upp á 8.44 sekúndur.
Næsta grein er í hástökk.

