Viðskipti erlent

Sheryl Sandberg er launahæsti starfsmaður Facebook

Þó svo að Mark Zuckerberg sé andlit samskiptasíðunnar Facebook þá er hann ekki hæst launaðasti starfsmaður fyrirtækisins. Þann heiður hlýtur Sheryl Sandberg.

Sandberg er framkvæmdarstjóri Facebook. Á síðasta ári þénaði hún rúmlega 30 milljón dollara. Laun Zuckerbergs voru um 1.5 milljón dollarar.

Sandberg gekk til liðs við Facebook árið 2008 og er hún sögð hafa umbreytt síðunni í það stórveldi sem hún er í dag.

Hún hefur þénað afar vel á hlut sínum í Facebook og segja sérfræðingar að hún eigi eftir hagnast gríðarlega þegar samskiptasíðan fer á almennan markað. Samkvæmt Business Insider mun Sandberg eiga 1.25 milljarð dollara þegar það gerist.

En Sandberg er þó ekki aðeins snjöll viðskiptakona. Síðustu ár hefur hún barist af krafti fyrir réttindum kvenna á vinnustöðum. Hún hélt minnistæðan fyrirlestur á TEDWoman ráðstefnunni í desember árið 2010 - fyrirlesturinn er hægt að sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×