Viðskipti erlent

Mikil fjölgun á árásum tölvuþrjóta í Danmörku

Árásum tölvuþrjóta á tölvur og tölvukerfi í Danmörku fjölgaði um 25% í fyrra miðað við árið á undan. Þessir glæpamenn eru einkum á höttunum eftir persónulegum upplýsingum sem þeir geta notað til að stela fé af kreditkortum eða bankareikningum.

Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten kemur fram að hin opinbera tölvuöryggisþjónusta landsins, DK-Cert hafi fengið tæplega 45.000 tilkynningar í fyrra um árásir tölvuþrjóta.

Nýlegt dæmi var að átta viðskiptavinir netbanka Nordea misstu um 1,5 milljón króna í hendur slíkra glæpamanna eftir að þeim tókst að stela lykilorðum þessa fólks í netbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×