Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja 7. febrúar 2012 11:21 Skúlaskeið. Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags. Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags.
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira