Viðskipti erlent

Fimmtíu milljörðum punda varið í að örva hagvöxt

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, stendur frammi fyrir miklum ögrandi verkefnum þegar kemur að því að örva hagvöxt í Bretlandi.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, stendur frammi fyrir miklum ögrandi verkefnum þegar kemur að því að örva hagvöxt í Bretlandi.
Breski seðlabankinn hefur ákveðið að verja fimmtíu milljörðum punda í að örva efnahagslífið og styðja við hagvöxt. Að þessu meðtöldu hefur bankinn þá sett um 325 milljarða punda inn í breskt efnahagslíf til þess að örva vöxt. Það jafngildir ríflega 62 þúsund milljörðum króna.

Féð fer einkum til banka í Bretlandi sem síðan lána það áfram til fyrirtækja og fjárfesta, að því er segir í frétta breska ríkisútvarpsins BBC.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur hvatt til þess að seðlabankar og ríkisstjórnir geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að örva hagvöxt, en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði lítill á þessu ári í Evrópu og víða innan við eitt prósent, sem er óásættanlega lítið að mati AGS.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×