Mikill áhugi á olíuleit við Austur-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2012 10:48 Borpallurinn Leifur Eiríksson, sem Cairn Energy notaði við vesturströnd Grænlands. Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Svæðin sem nú er boðin út eru í hánorður af Íslandi og nær Svalbarða, talsvert fyrir norðan Scoresbysund, milli 75. og 79. norðlægrar breiddargráðu. Svæðin eru boðin út í forvali í tveimur áföngum, sá fyrri á árinu 2012 en sá síðari á árinu 2013. Frestur til að sækja um viðurkenningu sem vinnsluaðili í fyrri áfanga er til 1. mars næstkomandi en frestur til að sækja um tiltekin svæði er síðan til 15. desember næstkomandi. Leitarleyfi verða gefin út til 16 ára með rétti til framlengingar um 30 ár á svæðum þar sem vinnsla er áformuð. Áratugur er frá því olíuleit var fyrst boðin út við vesturströnd Grænlands, árið 2002. Grænlendingar hafa síðan boðið út ný svæði til leitar að jafnaði annað hvert ár, með þeim árangri að búið er að úthluta alls tuttugu leitarleyfum, meðal annars til fyrirtækja eins og Statoil, ExxonMobil, BP, ChevronTexaco, Shell og Japan Oil. Þá hefur kanadíska olíuleitarfyrirtækið Husky Energy tilkynnt að það hyggist bora tvær holur í grænlenskri lögsögu sumarið 2013. Skoska olíufélagið Cairn Energy varð fyrst til að finna olíu og gas við Grænland haustið 2010 í borholu út af Diskó-eyju, um 200 kílómetra norðvestur af höfuðstaðnum Nuuk. Fyrirtækið gerði hins vegar hlé á leit sinni í vetur eftir að hafa varið 120 milljörðum króna til verkefnisins en Cairn boraði átta holur út af vesturströndinni án þess að finna nægilegt magn til að standa undir vinnslu. Þessi vonbrigði virðast ekki hafa dregið úr áhuga olíuiðnaðarins og er haft eftir Jörn Skov Nielsen, forstjóra Olíu- og málmstofnunar Grænlands, að allir helstu olíurisar heims séu áhugasamir um útboðið við Austur-Grænland. Niðurstöður Cairn séu í raun hvetjandi jarðfræðilega um framhaldið og styrki kenningar um að þarna sé kolvetni og bendir á að Jarðfræðisstofnun Bandaríkjanna hafi áætlað að grænlenska landgrunnið geymi yfir 30 milljarða tunna af olíu. Sagan sýnir að olíuleit er þolinmæðisverk eins og upphaf norska olíuævintýrisins er gott dæmi um. Þar voru menn við það að gefast upp eftir að hafa í þrjú ár borað 32 holur í Norðursjó án árangurs þegar menn loksins hittu á risastóra olíulind á Ekofisk-svæðinu. Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Svæðin sem nú er boðin út eru í hánorður af Íslandi og nær Svalbarða, talsvert fyrir norðan Scoresbysund, milli 75. og 79. norðlægrar breiddargráðu. Svæðin eru boðin út í forvali í tveimur áföngum, sá fyrri á árinu 2012 en sá síðari á árinu 2013. Frestur til að sækja um viðurkenningu sem vinnsluaðili í fyrri áfanga er til 1. mars næstkomandi en frestur til að sækja um tiltekin svæði er síðan til 15. desember næstkomandi. Leitarleyfi verða gefin út til 16 ára með rétti til framlengingar um 30 ár á svæðum þar sem vinnsla er áformuð. Áratugur er frá því olíuleit var fyrst boðin út við vesturströnd Grænlands, árið 2002. Grænlendingar hafa síðan boðið út ný svæði til leitar að jafnaði annað hvert ár, með þeim árangri að búið er að úthluta alls tuttugu leitarleyfum, meðal annars til fyrirtækja eins og Statoil, ExxonMobil, BP, ChevronTexaco, Shell og Japan Oil. Þá hefur kanadíska olíuleitarfyrirtækið Husky Energy tilkynnt að það hyggist bora tvær holur í grænlenskri lögsögu sumarið 2013. Skoska olíufélagið Cairn Energy varð fyrst til að finna olíu og gas við Grænland haustið 2010 í borholu út af Diskó-eyju, um 200 kílómetra norðvestur af höfuðstaðnum Nuuk. Fyrirtækið gerði hins vegar hlé á leit sinni í vetur eftir að hafa varið 120 milljörðum króna til verkefnisins en Cairn boraði átta holur út af vesturströndinni án þess að finna nægilegt magn til að standa undir vinnslu. Þessi vonbrigði virðast ekki hafa dregið úr áhuga olíuiðnaðarins og er haft eftir Jörn Skov Nielsen, forstjóra Olíu- og málmstofnunar Grænlands, að allir helstu olíurisar heims séu áhugasamir um útboðið við Austur-Grænland. Niðurstöður Cairn séu í raun hvetjandi jarðfræðilega um framhaldið og styrki kenningar um að þarna sé kolvetni og bendir á að Jarðfræðisstofnun Bandaríkjanna hafi áætlað að grænlenska landgrunnið geymi yfir 30 milljarða tunna af olíu. Sagan sýnir að olíuleit er þolinmæðisverk eins og upphaf norska olíuævintýrisins er gott dæmi um. Þar voru menn við það að gefast upp eftir að hafa í þrjú ár borað 32 holur í Norðursjó án árangurs þegar menn loksins hittu á risastóra olíulind á Ekofisk-svæðinu.
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira