Viðskipti erlent

Slaki í Evrópu dregur hagvöxtinn niður

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur hvatt stjórnmálamenn til þess að bregðast við alvarlegri stöðu efnahagsmála með tafarlausum aðgerðum til þess að efla hagvöxt.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur hvatt stjórnmálamenn til þess að bregðast við alvarlegri stöðu efnahagsmála með tafarlausum aðgerðum til þess að efla hagvöxt.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína og spáir því nú að árið 2012 verði örlítið verra í efnahagslegu tilliti en fyrri spá gerði ráð fyrir. Meðaltalshagvöxtur verður 3,3 prósent samanborið við tæplega fjögur prósent miðað í fyrri spá.

Að því er fram kemur í spánni, sem birt er á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er það einkum slaki í hagkerfum Evrópu sem veldur þessara lækkun frá fyrri spá. Gert er ráð fyrir hagvöxtur verði undir eitt prósent. Í stærstu hagkerfum Evrópu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Ítalíu er gert ráð fyrir að hagvöxturinn verði á bilinu 0 til 0,6%. Nokkur óvissa er um stöðu mála á Ítalíu, en miklar skuldir hins opinbera þar í landi, bæði ríkis og sveitarfélaga, eru mikið áhyggjuefni.

Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði tæplega 2 prósent. Líkt og síðustu ár verður það mikill hagvöxtur í Asíu sem dregur vagninn ef þannig má að orði komast. Í Kína og Indlandi, fjölmennustu ríkjum heimsins, verður hagvöxturinn á bilinu átt til 10 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×