Viðskipti erlent

Tim Cook: "iPad étur upp vinsældir Windows"

Tim Cook, stjórnarformaður Apple.
Tim Cook, stjórnarformaður Apple. mynd/AFP
Tim Cook, stjórnarformaður Apple, hafði ríka ástæðu til að fagna í dag þegar uppgjörstölur fyrirtækisins voru kynntar. Hann notaði því tækifærið til að skjóta harkalega að helsta keppinaut Apple.

Cook kynnti hagnaðartölur fyrirtækisins í dag. Hann benti á að vinsældir iPad spjaldtölvunnar væru svo miklar að aðrar vörur tölvurisans seldust ekki jafn vel.

„Mac tölvan hefur ekki verið jafn vinsæl eftir að iPad spjaldtölvan var kynnt. En við teljum að iPad hafi í raun étið upp vinsældir Windows - og það líkar okkur."


Tengdar fréttir

Ótrúlegar hagnaðartölur Apple

Hugbúnaðarrisinn Apple hagnaðist um 13,6 milljarða dollara, eða sem nemur tæplega 1.700 milljörðum króna, á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn hækkað um 118% samanborið við sama tímabil árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×