Viðskipti erlent

Airbus viðurkennir galla í vængjum A380

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur viðurkennt að gallar séu til staðar í vængjum júmbóþotu sinnar A380. Hinsvegar sé öruggt að fljúga með þessum þotum.

Sprungur hafa að undanförnu fundist í vængjunum en í tilkynningu frá Airbus segir að um sé að ræða blöndu af framleiðslu- og hönnunargöllum. Airbus vinnur nú að áætlum sem leysa á þetta vandamál.

Alls eru 67 A380 júmbóþotur í notkun í heiminum í dag og eru flestar þeirra í eigu Singapore Airlines en þær eru einnig í notkun hjá Air France, Lufthansa, Emirates og Qantas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×