„Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna og heimþráin magnaðist upp með hverju árinu," segir Manúela Ósk Harðardóttir. Manúela prýðir forsíðu Lífsins, nýs vikublaðs sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.
Manúela flutti nýlega heim eftir nokkurra ára dvöl erlendis. Hún hlakkar til að takast á við ný verkefni hér á landi og lítur björtum augum á framtíðina eftir erfiða tíma í einkalífinu og slæma útreið í fjölmiðlum í kjölfar skilnaðar. Lífið hitti Manúelu í vikunni og tók viðtal við hana sem birtist í blaðinu á morgun ásamt fjölda skemmtilegra frétta og umfjallana.
Umsjónarmenn Lífsins í Fréttablaðinu og á Vísi eru Ellý Ármannsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Lífið