Los Angeles Lakers heldur áfram slæmu gengi sínu á útivelli í NBA-körfuboltanum. Liðið tapaði 100-89 gegn Milwaukee Bucks í nótt og hefur tapað sjö af átta leikjum sínum á útivelli í deildinni.
Kobe Bryant átti stórleik hjá Lakers og skoraði 27 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og taka 8 fráköst en það dugði ekki til. Þrátt fyrir að heimamenn væru án tveggja lykilmanna, Andrew Bogut og Stephen Jackson, virtist það ekki há þeim.
Þá náði Lakers ekki að rjúfa 100 stiga múrinn í þrettánda leiknum í röð. Fara þarf aftur til tímabilsins 1953-1954, áður en skotklukkann var tekin í notkun, til þess að finna jafn lágt stigaskor í sögu félagsins.
Önnur úrslit í deildinni í nótt
Philadelphia 95-74 Detroit
Charlotte 99-102 Washington
Houston 97-84 New York
Utah 96-93 Sacramento
Phoenix 86-84 Memphis
Körfubolti