Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr upplýsingavefur iceland.ja.is var formlega opnaður í Listasafni Reykjavíkur í gær.
Frímann Gunnarsson hljóp í skarðið fyrir iðnaðarráðherra og opnaði vefinn. Þá ákvað Frímann að veita fyrirtækinu uppstoppaðan lunda sem ber yfirskriftina „Frímanninn" sem kenndur er við Frímann sjálfan.
Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já veitti verðlaunagripnum viðtöku.
Nýr upplýsingavefur opnaður
elly@365.is skrifar
