Viðskipti erlent

Biður um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna að nýju

Skuldaþak Bandaríkjanna er aftur að komast yfir lögbundin mörk. Því hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti sent beiðni til þingsins um heimild til að hækka skuldaþakið að nýju.

Obama segir að brýna nauðsyn beri til að hækka skuldaþakið um 1.200 milljarða dollara, jafnvirði um 150 þúsund milljarða króna, svo ríkissjóður landsins geti staðið við skuldbindingar sínar.

Verði beiðnin samþykkt hækka ríkisskuldir Bandaríkjamanna upp í 16.400 milljarða dollara sem jafngildir rúmlega landsframleiðslu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×