Fréttaskýring: Matsfyrirtækin enn með heiminn í fanginu Magnús Halldórsson skrifar 15. janúar 2012 23:22 Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur mikil áhrif á fjármálamarkaði. Matsfyrirtækin fá tekjur sínar frá þeim sem sækjast eftir því, ekki síst til þess að auðvelda aðgang að lánsfé. Þrátt fyrir að svo til óumdeilt sé, að hin alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtæki, einkum Standard & Poor´s, Moodys og Fitch, hafi gert mikil og stór mistök á árunum fyrir brestina á fjármögnunarmörkuðum sem komu fram á sumarmánuðum 2007, hafa áhrif þessara fyrirtækja ekkert minnkað. Mörgum blöskrar það, ekki síst stjórnmálamönnum í Evrópu. Standard & Poor's lækkaði seinni partinn á föstudaginn lánshæfi níu evruríkja, þar á meðal Frakklands og Ítalíu. Hin ríkin voru Portúgal, Kýpur, Spánn, Slóvenía, Slóvakía, Malta og Austurríki.Enn mikill vandi Lækkunin var rökstudd með því að ríkin hefðu ekki enn leyst úr þeim vandamálum sem steðja að ríkjunum og evrusamstarfinu, einkum vegna hárra skulda þjóðríkja og síðan veikburða fjármálastofnanna. Þá var sérstaklega tekið fram í rökstuðningi fyrir lækkun á lánshæfiseinkkunn Frakklands að það væri hugsanlegat að „aðgerðir ríkja dygðu ekki til þess að leysa úr vandanum". Vandinn í Evrópu er almennt álitinn vera þríþættur: Ofar háar opinberar skuldir, erfiðleikar á endurfjármögnunarmörkuðum og síðan veikburða fjármálastofnanir. Efnahagsreikningar þeirra eru ekki taldir gefa nægilega góða mynd af því hvernig staðan raunverulega er, að því er fram hefur komið í ýmsum fagtímaritum um viðskipti. Þrátt fyrir tæplega 500 milljarða evra innspýtingu Seðlabanka Evrópu inn á fjármálamarkaði skömmu fyrir jól í fyrra, sem fór óbeint í að lækka vaxtaálag á skuldug ríki, eru efasemdaraddir enn háværar.Trúverðugleiki, hvað er það? Almenningsálitið á matsfyrirtækjunum fyrrnefndu er ekki upp á marga fiska. Það birtist með ýmsum hætti. Hér á Íslandi mátti t.d. lesa þetta, á vefsíðu Einars Steingrímssonar stærðfræðings, þegar tilkynnt var um lækkun lánshæfismati Frakklands: „Í tilefni af þessari frétt þykir nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, og er „fréttamönnum" íslenskra fjölmiðla sérstaklega bent á þetta alvarlega ástand: Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur naumlega hangið á athugunarlista, og verið við að hrapa í ruslflokk, síðan það gerði ítrekað illilega í nytina sína á árunum 2005-2008. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar aðgerðir til að rétta við orðstír fyrirtækisins er ekki við því að búast að matið á því hækki. Þvert á móti er yfirvofandi að það verði sett endanlega í ruslflokk ef það gerir ekki bót og betrun og útskýrir ítarlega hvernig það hefur sett fyrir þá leka sem gerðu það að rövlandi fávita á árunum fram til 2008."Samt mikil áhrif En þrátt fyrir þetta er mikilvægi matsfyrirtækjanna fyrir alþjóðlegan fjármálamarkað enn ótvírætt, þvert á það sem margir telja eðlilegt í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Fagfjárfestar, þar á meðal stórir fjárfestingasjóðir og fjármálastofnanir, vinna eftir reglum þar sem ákveðnar lágmarks lánshæfismatseinkunnir eru skilyrði fyrir fjárfestingu. Þannig getur lækkun á lánshæfi fyrirtækja og ríkja leitt til þess að fjárfestar þurfa í skyndingu að losa sig við skuldabréf sem síðan getur í versta falli gjaldfellt lán og valdið erfiðleikum við endurfjármögnun. Í þeirri miklu óvissu sem ríkt hefur alþjóðlegum fjármálamörkuðum að undanförnu, ekki síst í Evrópu, hefur kastljósið oftar en ekki verið á matsfyritækjunum. Hæsta einnkunn er AAA en einkunnarskalinn nær niður í D. Angela Merkel, kanslari Þýsklands sem enn er með hæstu lánshæfiseinkunn, sagði á blaðamannafundi í gær að Evrópa ætti enn eftir að fara „langan veg" þar til trúverðugleiki fjárfesta kæmi á ný. Hún sagði lækkunina ekki hafa komið á óvart en hún sýndi öðru fremur að enginn gæti vikið sér undan því að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þrátt fyrir að svo til óumdeilt sé, að hin alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtæki, einkum Standard & Poor´s, Moodys og Fitch, hafi gert mikil og stór mistök á árunum fyrir brestina á fjármögnunarmörkuðum sem komu fram á sumarmánuðum 2007, hafa áhrif þessara fyrirtækja ekkert minnkað. Mörgum blöskrar það, ekki síst stjórnmálamönnum í Evrópu. Standard & Poor's lækkaði seinni partinn á föstudaginn lánshæfi níu evruríkja, þar á meðal Frakklands og Ítalíu. Hin ríkin voru Portúgal, Kýpur, Spánn, Slóvenía, Slóvakía, Malta og Austurríki.Enn mikill vandi Lækkunin var rökstudd með því að ríkin hefðu ekki enn leyst úr þeim vandamálum sem steðja að ríkjunum og evrusamstarfinu, einkum vegna hárra skulda þjóðríkja og síðan veikburða fjármálastofnanna. Þá var sérstaklega tekið fram í rökstuðningi fyrir lækkun á lánshæfiseinkkunn Frakklands að það væri hugsanlegat að „aðgerðir ríkja dygðu ekki til þess að leysa úr vandanum". Vandinn í Evrópu er almennt álitinn vera þríþættur: Ofar háar opinberar skuldir, erfiðleikar á endurfjármögnunarmörkuðum og síðan veikburða fjármálastofnanir. Efnahagsreikningar þeirra eru ekki taldir gefa nægilega góða mynd af því hvernig staðan raunverulega er, að því er fram hefur komið í ýmsum fagtímaritum um viðskipti. Þrátt fyrir tæplega 500 milljarða evra innspýtingu Seðlabanka Evrópu inn á fjármálamarkaði skömmu fyrir jól í fyrra, sem fór óbeint í að lækka vaxtaálag á skuldug ríki, eru efasemdaraddir enn háværar.Trúverðugleiki, hvað er það? Almenningsálitið á matsfyrirtækjunum fyrrnefndu er ekki upp á marga fiska. Það birtist með ýmsum hætti. Hér á Íslandi mátti t.d. lesa þetta, á vefsíðu Einars Steingrímssonar stærðfræðings, þegar tilkynnt var um lækkun lánshæfismati Frakklands: „Í tilefni af þessari frétt þykir nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, og er „fréttamönnum" íslenskra fjölmiðla sérstaklega bent á þetta alvarlega ástand: Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur naumlega hangið á athugunarlista, og verið við að hrapa í ruslflokk, síðan það gerði ítrekað illilega í nytina sína á árunum 2005-2008. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar aðgerðir til að rétta við orðstír fyrirtækisins er ekki við því að búast að matið á því hækki. Þvert á móti er yfirvofandi að það verði sett endanlega í ruslflokk ef það gerir ekki bót og betrun og útskýrir ítarlega hvernig það hefur sett fyrir þá leka sem gerðu það að rövlandi fávita á árunum fram til 2008."Samt mikil áhrif En þrátt fyrir þetta er mikilvægi matsfyrirtækjanna fyrir alþjóðlegan fjármálamarkað enn ótvírætt, þvert á það sem margir telja eðlilegt í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Fagfjárfestar, þar á meðal stórir fjárfestingasjóðir og fjármálastofnanir, vinna eftir reglum þar sem ákveðnar lágmarks lánshæfismatseinkunnir eru skilyrði fyrir fjárfestingu. Þannig getur lækkun á lánshæfi fyrirtækja og ríkja leitt til þess að fjárfestar þurfa í skyndingu að losa sig við skuldabréf sem síðan getur í versta falli gjaldfellt lán og valdið erfiðleikum við endurfjármögnun. Í þeirri miklu óvissu sem ríkt hefur alþjóðlegum fjármálamörkuðum að undanförnu, ekki síst í Evrópu, hefur kastljósið oftar en ekki verið á matsfyritækjunum. Hæsta einnkunn er AAA en einkunnarskalinn nær niður í D. Angela Merkel, kanslari Þýsklands sem enn er með hæstu lánshæfiseinkunn, sagði á blaðamannafundi í gær að Evrópa ætti enn eftir að fara „langan veg" þar til trúverðugleiki fjárfesta kæmi á ný. Hún sagði lækkunina ekki hafa komið á óvart en hún sýndi öðru fremur að enginn gæti vikið sér undan því að grípa til nauðsynlegra aðgerða.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira