Murdoch segir Google stuðla að lögbrotum 16. janúar 2012 15:53 Rupert Murdoch. Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían. Tækni Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían.
Tækni Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira