Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var nánast eins og vaxstytta á Golden Globe verðlaunahátíðinni klædd í Atelier Versace kjól sem fór henni svakalega vel eins og Brad Pitt unnusti hennar gerði reyndar líka.
Burtséð frá glamúrnum kom leikkonan við á skyndibitastaðnum In-N-Out burger í Hollywood ásamt lífverði í gær.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Angelinu, sem situr í farþegasæti í svörtum jeppa, panta af matseðli staðarins.
Ekki er vitað hvernig hamborgara Angelina pantaði þennan dag.

