Viðskipti erlent

Alþjóðabankinn varar við verri kreppu

Alþjóðabankinn hefur varað við því að svipuð kreppa gæti verið í uppsiglingu á varð árið 2008.

Bankinn hefur dregið verulega úr hagvaxtarspá sinni fyrir þetta ár. Nú gerir bankinn ráð fyrir að hagvöxtur verði að jafnaði 2,5% í heiminum ár og 3,1% á næsta ári. Áður hafði bankinn spáð ríflega 6% hagvexti bæði árin.

Bankinn segir nú að þrátt fyrir að svo virðist sem tekist hafi að leysa versta efnahagsvandann séu ýmis ljón í veginum á næstunni. Efnaðri þjóðir geti ekki lengur treyst á að fjármálamarkaðir vilji fjármagna ríkissjóðshalla þeirra sem og afborganir af skuldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×