Viðskipti erlent

Margar af stærstu vefsíðum heims loka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margar af stærstu vefsíðum heims hafa lokað í dag eða munu loka til að mótmæla svokölluðu SOPA frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Aðrar vefsíður sem munu loka eru til að mynda tenglasíðan Reddit. Þegar farið er inn á Google úr tölvum í Bandaríkjunum sést svo Google merkið ritskoðað.

Í skilaboðum á Wikipedia segir að í meira en áratug hafi milljónum klukkustunda verið varið í að byggja upp stærstu alfræðiorðabók sögunnar. Nú sé fulltrúadeild bandaríkjaþings að íhuga að setja löggjöf sem geti haft veruleg áhrif á tjáningarfrelsið á Internetinu. Wikipedia verði því lokuð í 24 klukkustundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×