Viðskipti erlent

FBI með handtökur á Wall Street og í Boston

FBI handtók þrjá menn í dag vegna gruns um umfangsmikil innherjaviðskipti.
FBI handtók þrjá menn í dag vegna gruns um umfangsmikil innherjaviðskipti.
Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók fyrr í dag þrjá menn í aðgerðum í New York og Boston, sem grunaðir eru um umfangsmikil innherjaviðskipti.

Í frétt á vef Wall Street Journal segir að málið teygi anga sína til valdamestu manna á Wall Street. Mennirnir þrír sem voru handteknir heita Tedd Newman, fyrrum yfirmaður eignastýringar vogunarsjóðsins Diamondback Capital Management, Jon Horvath, starfsmaður Sigma Capital Management, og Anthony Chiasson, einn stofnenda vogunarsjóðafyrirtækisins Level Global, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal.

Í fréttinni segir enn fremur að rannsókn málsins sé umfangsmikil og kunni að beinast gegn fleirum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×