Lánið lék ekki við Luck 3. janúar 2012 11:45 Luck leiddur af velli eftir leikinn í gær. Leikstjórnandinn hæfileikaríki Andrew Luck, sem flestir búast við að verði valinn fyrstur í næsta nýliðavali fyrir NFL-deildina, lauk háskólaferli sínum í nótt með tapi. Háskólinn hans, Stanford, varð þá að játa sig sigraðan gegn Oklahoma State í dramatískum, framlengdum leik. Lokatölur 41-38. Luck átti frábæran leik fyrir Stanford sem leiddi allan tímann. Stanford gat tryggt sér sigur er leiktíminn var að renna út en hinn arfaslaki sparkari. Jordan Williamson, klúðraði frekar auðveldu sparki. Williamson lét það ekki duga því hann klúðraði aftur sparki í framlengingu. Oklahoma skoraði síðan í kjölfarið og tryggði sér sigurinn. Luck kláraði 27 af 31 sendingum sínum í nótt og gerði í raun allt rétt. Vörn Stanford var aftur á móti hörmuleg og sparkarinn enn slakari. Leikurinn var nokkurs konar bronsleikur í háskólaboltanum enda mættust þarna liðin sem talin voru þriðja og fjórða sterkust í boltanum. Svo má geta þess að sjálfur Tiger Woods stóð á hliðarlínunni með Stanford-liðinu í gær en hann er fyrrum nemandi skólans og var mættur til að veita stuðning rétt eins og kvenkylfingurinn Michelle Wie sem fékk þó ekki að standa á hliðarlínunni með liðinu eins og Tiger. NFL Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Leikstjórnandinn hæfileikaríki Andrew Luck, sem flestir búast við að verði valinn fyrstur í næsta nýliðavali fyrir NFL-deildina, lauk háskólaferli sínum í nótt með tapi. Háskólinn hans, Stanford, varð þá að játa sig sigraðan gegn Oklahoma State í dramatískum, framlengdum leik. Lokatölur 41-38. Luck átti frábæran leik fyrir Stanford sem leiddi allan tímann. Stanford gat tryggt sér sigur er leiktíminn var að renna út en hinn arfaslaki sparkari. Jordan Williamson, klúðraði frekar auðveldu sparki. Williamson lét það ekki duga því hann klúðraði aftur sparki í framlengingu. Oklahoma skoraði síðan í kjölfarið og tryggði sér sigurinn. Luck kláraði 27 af 31 sendingum sínum í nótt og gerði í raun allt rétt. Vörn Stanford var aftur á móti hörmuleg og sparkarinn enn slakari. Leikurinn var nokkurs konar bronsleikur í háskólaboltanum enda mættust þarna liðin sem talin voru þriðja og fjórða sterkust í boltanum. Svo má geta þess að sjálfur Tiger Woods stóð á hliðarlínunni með Stanford-liðinu í gær en hann er fyrrum nemandi skólans og var mættur til að veita stuðning rétt eins og kvenkylfingurinn Michelle Wie sem fékk þó ekki að standa á hliðarlínunni með liðinu eins og Tiger.
NFL Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira