Viðskipti erlent

Snjallsímar Samsung njóta ótrúlegra vinsælda

Símar frá Samsung seljast gríðarlega vel þessa dagana.
Símar frá Samsung seljast gríðarlega vel þessa dagana.
Suður-Kóreska fyrirtækið Samsung greindi frá því í dag að hagnaður félagsins fyrir síðasta fjórðung síðasta árs muni að öllum líkindum slá öll met, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Áætlað er að hagnaðurinn verði 4,5 milljarðar dollara eða sem nemur ríflega 500 milljörðum króna. Það er 73% meiri hagnaður miðað við sama tímabil árið 2010.

Lykillinn að góðu gengi Samsung að undanförnu eru ótrúlegar vinsældir nýjustu snjallsíma fyrirtækisins sem og spjaldtölva. Samkvæmt greiningum sérfræðinga, sem vitnað er til í frétt BBC, er gert ráð fyrir því að hagnaður fyrirtækisins geti allt að tvöfaldast á þessu ári vegna þess hve sala á fyrrnefndum vörum félagsins gengur vel og vext hratt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×