NBA: Miami vann upp 20 stiga forskot og óheppnin eltir Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2011 11:00 Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.LeBron James var með 25 stig og 10 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði líka 25 stig þegar Miami Heat vann 114-107 sigur á Golden State Warriors. Miami lenti 20 stigum undir í leiknum en kom til baka. Golden State skoraði 36 stig í bæði fyrsta og öðrum leikhluta en síðan aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum eða jafnmikið og þeir James, Wade og Chris Bosh gerðu saman. Chris Bosh var með 20 stig og 11 fráköst en hjá Golden State skoraði Dorell Wright 30 stig og Monta Ellis var með 25 stig. „Við vorum ekki að spila Miami Heat körfubolta í fyrri hálfleiknum en við tókum okkur saman og breyttum því í þeim seinni," sagði Dwyane Wade. Caron Butler meiddist á hné í nótt.Mynd/APDallas Mavericks tapaði þriðja leiknum í röð án Dirk Nowitzki þegar liðið lá 99-87 fyrir Milwaukee Bucks á útivelli. Nowitzki er meiddur á hné og Caron Butler meiddist einnig á hné í byrjun þessa leiks.Earl Boykins skoraði 26 stig fyrir Milwaukee, John Salmons var með 21 stig og Ersan Ilyasova skoraði 16 stig og tók 17 fráköst. Jose Barea skoraði 29 stig fyrir Dallas.San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið vann 101-74 sigur á Oklahoma City Thunder sem hafði aldrei tapað svona stórt á tímabilinu. San Antonio hefur unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og vann Los Angeles Lakers og Dallas í síðustu leikjum á undan þessum.Tim Duncan var með 21 stig og George Hill skoraði 16 stig en hjá Oklahoma City liðinu var Kevin Durant stigahæstur með "aðeins" með 16 stig.Mynd/APDerrick Rose var með 28 stig og 11 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 100-91 sigur á Cleveland Cavaliers og hefur Chicago-liðið þar með unnið 13 af síðstu 15 leikjum sínum.Luol Deng var með 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer bætti við 20 stigum og 11 fráköstum. J.J. Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem lék án Anderson Varejao, Mo Williams og Daniel Gibson.Carmelo Anthony snéri aftur í lið Denver Nuggets sem vann 104-86 sigur á Sacramento Kings. Anthony hafði ekki spilað síðan 18. desember eftir að hafa misst systur sína. Hann klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum en endaði með 16 stig og 10 fráköst.Chauncey Billups skoraði 22 stig fyrir Denver og Nene var með 16 stig og 14 fráköst. Jason Thompson skoraði 17 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 16 stig.Kevin Love var með 23 stig og 10 fráköst í 103-88 sigri Minnesota Timberwolves á New Jersey Nets. Darko Milicic var með 16 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Sasha Vujacic skoraði 22 stig fyrir Nets-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Nick Young lætur hér Chris Paul stela af sér boltanum.Mynd/APTrevor Ariza skoraði 22 stig, Emeka Okafor og Chris Paul voru báðir með tvennur þegar New Orleans Hornets vann 92-81 sigur á Washington Wizards.Okafor var með 17 stig og 15 fráköst og Paul skoraði 13 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 7 boltum. Nick Young skoraði mest fyrir Washington eða 24 stig en nýliðinn John Wall var með 12 stig, 10 stoðsendingar og 8 tapaða bolta.Paul Millsap skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar Utah Jazz cann 98-92 sigur á Memphis Grizzlies. Deron Williams skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig og 16 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant og félagar máttu þola sitt stærsta tap á tímabilinu í nótt.Mynd/APWashington Wizards-New Orleans Hornets 81-92 Chicago Bulls-Cleveland Cavaliers 100-91 Miami Heat-Golden State Warriors 114-107 Minnesota Timberwolves-New Jersey Nets 103-88 San Antonio Spurs-Oklahoma City Thunder 101-74 Milwaukee Bucks-Dallas Mavericks 99-87 Denver Nuggets-Sacramento Kings 104-86 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 98-92 NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.LeBron James var með 25 stig og 10 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði líka 25 stig þegar Miami Heat vann 114-107 sigur á Golden State Warriors. Miami lenti 20 stigum undir í leiknum en kom til baka. Golden State skoraði 36 stig í bæði fyrsta og öðrum leikhluta en síðan aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum eða jafnmikið og þeir James, Wade og Chris Bosh gerðu saman. Chris Bosh var með 20 stig og 11 fráköst en hjá Golden State skoraði Dorell Wright 30 stig og Monta Ellis var með 25 stig. „Við vorum ekki að spila Miami Heat körfubolta í fyrri hálfleiknum en við tókum okkur saman og breyttum því í þeim seinni," sagði Dwyane Wade. Caron Butler meiddist á hné í nótt.Mynd/APDallas Mavericks tapaði þriðja leiknum í röð án Dirk Nowitzki þegar liðið lá 99-87 fyrir Milwaukee Bucks á útivelli. Nowitzki er meiddur á hné og Caron Butler meiddist einnig á hné í byrjun þessa leiks.Earl Boykins skoraði 26 stig fyrir Milwaukee, John Salmons var með 21 stig og Ersan Ilyasova skoraði 16 stig og tók 17 fráköst. Jose Barea skoraði 29 stig fyrir Dallas.San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið vann 101-74 sigur á Oklahoma City Thunder sem hafði aldrei tapað svona stórt á tímabilinu. San Antonio hefur unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og vann Los Angeles Lakers og Dallas í síðustu leikjum á undan þessum.Tim Duncan var með 21 stig og George Hill skoraði 16 stig en hjá Oklahoma City liðinu var Kevin Durant stigahæstur með "aðeins" með 16 stig.Mynd/APDerrick Rose var með 28 stig og 11 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 100-91 sigur á Cleveland Cavaliers og hefur Chicago-liðið þar með unnið 13 af síðstu 15 leikjum sínum.Luol Deng var með 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer bætti við 20 stigum og 11 fráköstum. J.J. Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem lék án Anderson Varejao, Mo Williams og Daniel Gibson.Carmelo Anthony snéri aftur í lið Denver Nuggets sem vann 104-86 sigur á Sacramento Kings. Anthony hafði ekki spilað síðan 18. desember eftir að hafa misst systur sína. Hann klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum en endaði með 16 stig og 10 fráköst.Chauncey Billups skoraði 22 stig fyrir Denver og Nene var með 16 stig og 14 fráköst. Jason Thompson skoraði 17 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 16 stig.Kevin Love var með 23 stig og 10 fráköst í 103-88 sigri Minnesota Timberwolves á New Jersey Nets. Darko Milicic var með 16 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Sasha Vujacic skoraði 22 stig fyrir Nets-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Nick Young lætur hér Chris Paul stela af sér boltanum.Mynd/APTrevor Ariza skoraði 22 stig, Emeka Okafor og Chris Paul voru báðir með tvennur þegar New Orleans Hornets vann 92-81 sigur á Washington Wizards.Okafor var með 17 stig og 15 fráköst og Paul skoraði 13 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 7 boltum. Nick Young skoraði mest fyrir Washington eða 24 stig en nýliðinn John Wall var með 12 stig, 10 stoðsendingar og 8 tapaða bolta.Paul Millsap skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar Utah Jazz cann 98-92 sigur á Memphis Grizzlies. Deron Williams skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig og 16 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant og félagar máttu þola sitt stærsta tap á tímabilinu í nótt.Mynd/APWashington Wizards-New Orleans Hornets 81-92 Chicago Bulls-Cleveland Cavaliers 100-91 Miami Heat-Golden State Warriors 114-107 Minnesota Timberwolves-New Jersey Nets 103-88 San Antonio Spurs-Oklahoma City Thunder 101-74 Milwaukee Bucks-Dallas Mavericks 99-87 Denver Nuggets-Sacramento Kings 104-86 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 98-92
NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti