Viðskipti erlent

Álverðið komið í 2.537 dollara á tonnið í London

Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp undanfarna daga í takt við hækkanir á olíu og annarri hrávöru.

Verðið er nú komið í 2.537 dollara fyrir tonnið á málmarkaðinum í London miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Fyrir um viku síðan stóð verðið í tæpum 2.400 dollurum fyrir tonnið.

Ástandið í Egyptalandi er höfuðástæðan fyrir miklum verðhækkunum á hrávörum undanfarna daga. Verð á áli hefur ekki verið hærra síðan sumarið 2008 en það náði rétt rúmum 2.500 dollurum á tonnið fyrrihluta síðasta mánaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×