NBA í nótt: Lakers niðurlægði Cleveland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2011 09:00 Leikmenn Cleveland ganga niðurlútir af velli. Mynd/AP LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum. NBA Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum.
NBA Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira