Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn verða á ferð um Evrópu næstu helgar í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins. Tíu aðilar, þrjú dómarapör og fjórir eftirlitsmenn hafa fengið úthlutað verkefnum.
Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma leik Tertnes Bergen frá Noregi og Lugi frá Svíþjóð í Evrópukeppni bikarhafa kvenna en leikið verður í Bergen laugardaginn 12.febrúar.
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma leik Frisch Auf Göppingen frá Þýskalandi og HC Metalurg frá Makedóníu í Evrópukeppni félagsliða karla en leikið verður í Göppingen laugardaginn 19.febrúar.
Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson munu dæma leik VfL Gummersbach frá Þýskalandi og Xico Andebol frá Portúgal í Evrópukeppni bikarhafa karla en leikið verður í Gummersbach laugardaginn 26.febrúar.
Helga H. Magnúsdóttir verður eftirlitsmaður á leik Larvik frá Noregi og Dinamo frá Rússlandi í Meistaradeild kvenna en leikið verður í Larvík laugardaginn 12.febrúar.
Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á leikjum Team Tvis Holstebro frá Danmörku og RK Olimpija frá Slóveníu Evrópukeppni félagsliða kvenna en báðir leikirnir fara fram í Holstebro 12. og 13. febrúar.
Guðjón L. Sigurðsson verður eftirlitsmaður á leik TBV Lemgo frá Þýskalandi og Besiktas JK frá Tyrklandi í Evrópukeppni félagsliða karla en leikið verður í Lemgo laugardaginn 19.febrúar.
Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður á leik Gc Amicitia Zurich frá Sviss og Nordsjaelland Handbold frá Danmörku í Evrópukeppni félagsliða karla en leikið verður í Sviss sunnudaginn 27. Febrúar.
Tíu íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferðinni í Evrópu á næstunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn