Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2011 19:00 Blake Griffin. Mynd/AP Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs) NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs)
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira