Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju 10. febrúar 2011 10:35 Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að á sínum tíma, fyrir sex árum síðan, fékk Abramovich ákvæði sett í samninginn um byggingu snekkjunnar að verð hennar var fastsett í 485 milljónum dollara. Síðan þá hefur raunveruleikinn og kreppan gert það að verkum að verð Eclipce er komið í um 785 milljónir dollara að mati sérfræðinga blaðsins. Síðasta áfallið fyrir Blohm & Voss við smíði snekkjunnar var að við fyrstu siglingar á henni kom í ljós að titringur frá vélarrúminu finnst um allan skrokkinn og upp í brú. Þessi titringur leiddi til þess að risastór spegill brotnaði og það klingdi í kristalglösunum um borð. Áður hafði komið í ljós að rándýrt franskt siglingarkerfi snekkjunnar virkar ekki sem skyldi. Hinsvegar hafa Blohm & Voss komið fyrir eldflaugavarnakerfi, skotheldum kýraugum, tveimur þyrluflugpöllum og kafbát um borð án vandræða. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að á sínum tíma, fyrir sex árum síðan, fékk Abramovich ákvæði sett í samninginn um byggingu snekkjunnar að verð hennar var fastsett í 485 milljónum dollara. Síðan þá hefur raunveruleikinn og kreppan gert það að verkum að verð Eclipce er komið í um 785 milljónir dollara að mati sérfræðinga blaðsins. Síðasta áfallið fyrir Blohm & Voss við smíði snekkjunnar var að við fyrstu siglingar á henni kom í ljós að titringur frá vélarrúminu finnst um allan skrokkinn og upp í brú. Þessi titringur leiddi til þess að risastór spegill brotnaði og það klingdi í kristalglösunum um borð. Áður hafði komið í ljós að rándýrt franskt siglingarkerfi snekkjunnar virkar ekki sem skyldi. Hinsvegar hafa Blohm & Voss komið fyrir eldflaugavarnakerfi, skotheldum kýraugum, tveimur þyrluflugpöllum og kafbát um borð án vandræða.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira