Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi 16. desember 2011 11:30 Í góðum félagsskap Baltasar gerir sig kláran fyrir skíðakeppnina í frönsku Ölpunum, en hann hafnaði í þriðja sæti í stórsviginu, var aðeins sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. mynd/pidz Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg Fréttir Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg
Fréttir Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira