Ísland þarf að svara til saka fyrir dómi - Fréttaskýring 15. desember 2011 03:00 samningum hafnað Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í tvígang neitað að skrifa undir lög frá meirihluta Alþingis um lausn á Icesave-deilunni. Eftirlitsstofnun EFTA hefur nú stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna deilunnar. fréttablaðið/valli Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira