Ísland þarf að svara til saka fyrir dómi - Fréttaskýring 15. desember 2011 03:00 samningum hafnað Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í tvígang neitað að skrifa undir lög frá meirihluta Alþingis um lausn á Icesave-deilunni. Eftirlitsstofnun EFTA hefur nú stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna deilunnar. fréttablaðið/valli Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira